Reglur KSÍ um sóttvarnir (uppfærðar 23. desember)
KSÍ gaf út reglur um sóttvarnir á síðasta ári og hafa þær verið uppfærðar reglulega þegar við á. Uppfærðar reglur voru samþykktar og útgefnar 23. desember 2021 og sem fyrr er markmið reglnanna að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi. Reglur KSÍ eru aðgengilegar á vef KSÍ undir "Mót" eða í gegnum hlekk/hnapp á forsíðu vefs KSÍ.
Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða nánar. Vakin er athygli á því að reglurnar (útgefnar 23. desember) hafa verið aðlagaðar að sniðmáti ÍSÍ.
Reglur KSÍ um sóttvarnir
Hér að neðan má sjá helstu reglur er snerta íþróttahreyfinguna.
• Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 20 manns og telja börn með í þeim fjölda.
• Nándarregla verður aftur 2 metrar nema á meðal gesta á sitjandi viðburðum, þar verður nándarregla 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin nándarreglunni.
• Grímuskylda gildir þar sem ekki er hægt að viðhafa 2 metra regluna en börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
• Íþróttaæfingar og keppnir barna og fullorðinna eru heimilar fyrir allt að 50 manns.
• Sótthreinsa skal snertifleti og sameiginleg áhöld milli hópa og lofta skal vel út.
• Allt að 200 manns geta verið í áhorfendastúkum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem m.a. fela í sér notkun hraðprófa.
• Allt að 50 manns geta verið í hverju hólfi í áhorfendasvæðum þar sem hraðpróf eru ekki nýtt en þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (sjá reglugerð).
• Sundstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði geta tekið á móti allt að 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn telja ekki með í þeim fjölda.