• mið. 22. des. 2021

2271. fundur stjórnar KSÍ - 14. desember 2021

2271. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn þriðjudaginn 14. desember 2021 og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram í Laugardalnum og á Teams.

Mættir stjórnarmenn:
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Valgeir Sigurðsson varaformaður, Ásgrímur Helgi Einarsson, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Orri V. Hlöðversson, Sigfús Ásgeir Kárason og Unnar Stefán Sigurðsson.

Mætt á Teams: Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ingi Sigurðsson og Þóroddur Hjaltalín varamaður í stjórn.

Mættir varamenn í stjórn: Kolbeinn Kristinsson og Margrét Ákadóttir.

Fjarverandi:

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Þá tók Arnar Þór Viðarsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs sæti á fundinum undir lið 3a.

Fundargögn:

- Dagskrá stjórnarfundar 2271
- Fundargerð stjórnarfundar 2270
- Yfirlit yfir úthlutanir úr mannvirkjasjóði 2021

1. Fundargerð síðasta fundar var lögð fram og undirrituð:

    a. Fundargerð 2270.

2. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar og fluttar fréttir af vettvangi ÍTF:

    a. Engin fundargerð frá nefndum KSÍ var fyrirliggjandi.
    b. Orri Hlöðversson formaður ÍTF fór yfir fréttir frá ÍTF.

Arnar Þór Viðarsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs tók sæti á fundinum.

3. Staða verkefna

    a. Rætt um landsliðsmál og skipulag knattspyrnusviðs. Framkvæmdastjóra og sviðsstjóra knattspyrnusviðs     falið að taka ákvörðun um þátttöku U17 karla á Norðurlandamótinu 2022. Þá munu framkvæmdastjóri og     sviðsstjóri knattspyrnusviðs undirbúa ráðningu á nýjum þjálfara fyrir U19 kvenna. Rætt var um skipulag     sviðsins.

Arnar Þór Viðarsson vék af fundi.

    b. Rætt var um samráðsfundi formanna og framkvæmdastjóra HSÍ, KKÍ og KSÍ.
    c. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ greindi frá sameiginlegum fundi HSÍ, KKÍ og KSÍ með Ásmundi Einari         Daðasyni ráðherra íþróttamála sem fram fór 14. desember.
    d. Rætt var um þjóðarleikvang.
    e. Til umræðu kom vinna við nýjan samning KSÍ við ÍTF.
    f. Formaður KSÍ og framkvæmdastjóri sóttu formanna- og framkvæmdastjórafund ÍSÍ sem fram fór 8.         desember.
    g. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri greindi stjórn frá undirbúningi fyrir ársþing KSÍ 2022.
    h. Greint var frá vinnu starfshóps um stefnumótun KSÍ og þætti UEFA í þeirri vinnu.
    i. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ greindi frá fundi sínum með fagaðilum varðandi viðbragðsáætlun fyrir         KSÍ. Þar til frekari leiðbeiningar liggja fyrir frá opinberum aðilum ber framkvæmdastjóri KSÍ ábyrgð á að vísa         öllum erindum sem berast til samskiptaráðgjafa.
    j. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Arnar Þór Viðarsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs funduðu fyrr í         dag með fulltrúum ÍSÍ vegna umsóknar KSÍ í afrekssjóð ÍSÍ. Formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, var falið         að fylgja málinu eftir við ÍSÍ.

4. Skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ

    a. Skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ var lögð fram til umræðu. Frekari yfirferð skýrslunnar mun fara fram á fundi     stjórnar í janúar.

5. Mótamál

    a. Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar gaf stjórn yfirlit yfir stöðu mótamála.

        Mótanefnd KSÍ leggur til að bæta við keppni eftirfarandi liða:
             Keppni E og F liða í 5. flokki karla
             Keppni C liða í 4. flokki kvenna
             Keppni D liða í 4. flokki karla

        Stjórn samþykkti tillögu mótanefndar og vísaði málinu til laga- og leikreglnanefndar.

        Valgeir kynnti tillögu mótanefndar um nýja bikarkeppni 4. flokks karla og kvenna. Stjórn samþykkti tillögu         mótanefndar um nýja bikarkeppni 4. flokks og vísaði málinu til laga- og leikreglnanefndar.

    b. Rætt um skýrslur starfshópa en kynningarfundum starfshópa er nú lokið. Valgeir fór almennt yfir skýrslur         starfshópanna ásamt því að fara yfir skýrslu starfshóps um kvennadeildir. Ásgrímur Helgi Einarsson fór yfir         skýrslu starfshóps um Lengjudeild og þá afstöðu félaga í deildinni að bíða með gildistöku til         keppnistímabilsins 2023. Ingi Sigurðsson fór yfir skýrslu starfshóps um neðri deildir og bikarkeppni neðri         deilda. Stjórn samþykkti að vísa umræddum skýrslum til mótanefndar og fjárhags- og         endurskoðunarnefndar og taka skýrslurnar að nýju fyrir á fyrsta fundi stjórnar í janúar 2022.

    c. Dagskrárliður 5.c, dómaramál, kom ekki til umfjöllunar.

6. Mannvirkjamál

    a. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ fór yfir greiðslur úr mannvirkjasjóði 2021. Þá voru lagðar fram og         samþykktar óskir félaga um frestun verkefnaloka í samræmi við reglugerð.
    b. Rætt var um reglugerð um knattspyrnuleikvanga og fór Ingi Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar yfir         hugmyndir um mögulegar breytingar á kröfum um ljósstyrk flóðlýsingar í gildandi reglugerð. Stjórn         samþykkti að senda erindi til ÍTF og kanna afstöðu aðildarfélaga samtakanna til mögulegra breytinga á         umræddum kröfum.

7. Önnur mál

    a. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ kynnti fyrir stjórn niðurstöður úr leikmannavali KSÍ.
    b. Lagt fram til umræðu erindi frá Jóni Rúnari Halldórssyni. Formanni KSÍ falið að svara.


Næsti fundur verður 13. janúar 2022.

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 20.30.