eFótbolti - Ísland endar í sjötta sæti
Íslenska landsliðið í eFótbolta endaði í sjötta sæti síns riðils í fyrstu umferð undankeppni FIFAe Nations Series 2022.
Liðið var í fjórða sæti eftir fyrri daginn, en tap gegn Eistlandi og jafntefli gegn Slóvakíu gerði það að verkum að liðin féll niður í sjötta sæti. Því er ljóst að því tókst ekki að tryggja sér sæti í umspili fyrir lokakeppnina, en fá annað tækifæri í maí á næsta ári til að tryggja sér sæti þar.
Landsliðið í þessari undankeppni skipuðu þeir Aron Þormar Lárusson, Fylki, Tindur Örvar Örvarsson, Rafík, og Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki.