• fös. 17. des. 2021
  • eFótbolti

eFótbolti - Ísland í fjórða sæti eftir fyrri dag undankeppninnar

Íslenska landsliðið í eFótbolta er í fjórða sæti riðilsins eftir fyrri dag undankeppninnar.

Ísland lék gegn Búlgaríu, Skotlandi, Norður Írlandi og Spáni á fimmtudag. Liðið mætti Búlgaríu í fyrsta leik sínum og tapaði liðið báðum viðureignunum gegn þeim. Skotar voru næstu andstæðingar Íslands, liðið tapaði fyrri leiknum 0-4 en gerði svo 2-2 jafntefli í þeim síðari. Þriðji leikurinn var gegn Norður Írlandi og fékk Ísland dæmdan sigur þar sem Norður Írar mættu ekki til leiks. Síðasti leikur dagsins var svo gegn Spáni og enduðu báðir leikirnir 2-2. 

Liðið er því í fjórða sæti með níu stig. Búlgaría er í efsta sæti með 16 stig, Skotar í öðru sæti með 16 stig og Spánverjar í 3. sæti með 15. stig. Riðlakeppninni lýkur í dag, föstudag, þegar Ísland mætir Eistlandi kl. 16:00 og Slóvakíu kl. 17:50. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Twitch rás KSÍ og má finna hlekk inn á hana hér að neðan.

Þrjú efstu lið riðilsins fara beint áfram í umspil fyrir lokakeppnina, en önnur lið fara í aðra undankeppni og munu því ennþá eiga möguleika á að komast í lokakeppnina.

Twitch rás KSÍ