KSÍ C 1 þjálfaranámskeið - janúar 2022
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ C 1 þjálfaranámskeið í janúar. Fyrra námskeiðið verður helgina 8.-9. janúar og það síðara helgina 15.-16. janúar.
Þátttakendur fá aðgang að kennsluforritinu Canvas viku áður en námskeiðið hefst. Þá viku þurfa þátttakendur að nýta til undirbúnings, horfa á fyrirlestra, svara spurningum úr einstaka fyrirlestrum og undirbúa umræðuefni.
Ath. – skráningu lýkur því viku fyrir námskeið.
Dagskrá er að finna neðst í fréttinni. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Námskeiðsgjald er 21.000 kr.
Markmið KSÍ C þjálfaranámskeiðsins er að gefa þjálfurum tæki og tól til að:
- Búa börnum og unglingum öruggt umhverfi til að stunda knattspyrnu
- Skipuleggja æfingar
- Efla færni sína í þjálfun/kennslufræði
- Bjóða iðkendum upp á æfingar við hæfi
Skráning:
8.-9. janúar (skráningu lýkur 30. desember)
15.-16. janúar (skráningu lýkur 6. janúar)