• fim. 16. des. 2021
  • Ársþing

Knattspyrnuþing 2022

76. ársþing KSÍ verður haldið í Íþróttamiðstöðinni að Ásvöllum, Hafnarfirði 26. febrúar 2022.

Fyrirvari um rafrænt knattspyrnuþing:

Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til breyta þingstað árið 2022 ef takmarkanir í reglugerð heilbrigðisráðherra heimila ekki áætlaðan heildarfjölda gesta (þingfulltrúar, stjórn, starfsfólk og aðrir) á knattspyrnuþingi.

Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi:

1. Skuldir

Aðilar sem vanrækja uppgjör á gjöldum sem greiða skal til KSÍ missa rétt til þingsetu, sbr. gr. 9.6. í lögum KSÍ. Þeim félögum, sem eru í skuld við KSÍ, er bent á að hafa tafarlaust samband við Bryndísi Einarsdóttur, fjármálastjóra KSÍ (bryndis@ksi.is).

2. Tillögur og málefni

Tillögur þær er sambandsaðilar óska eftir að verði teknar fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 26. janúar nk. Kolbrún Arnardóttir lögfræðingur á skrifstofu KSÍ (kolbrun@ksi.is) tekur við tillögum og veitir aðstoð við uppsetningu þeirra sé þess óskað. Í samræmi við grein 10.1. í lögum KSÍ munu tillögur, sem berast fyrir þingið, vera yfirfarnar af laga- og leikreglnanefnd KSÍ en nefndinni ber að kanna hvort tillögurnar samræmist lagaákvæðum og skuldbindingum KSÍ.

3. Gisting

Hótel Vellir býður þingfulltrúum og þinggestum gistingu sem hér greinir:  

  • Eins manns herbergi með morgunverði kr. 10.000.- pr. nótt   
  • Tveggja manna herbergi með morgunverði kr. 12.000.- pr. nótt   

Verðið miðast við að bókanir séu gerðar eigi síðar en 15. janúar. Sambandsaðilar skulu sjálfir panta herbergi á póstfang info@hotelvellir.com, þegar það er gert skal vísað til þess að það sé gert í tengslum við þingið og taka fram bókunarnúmerið 24556380.

4. Dagskrá

Þingið verður sett kl. 11:00, laugardaginn 26. febrúar og er gert ráð fyrir að því ljúki um kl. 17:00 sama dag. KSÍ býður þingfulltrúum til sameiginlegs kvöldverðar eftir ársþingið (með fyrirvara um samkomutakmarkanir). Nákvæm dagskrá verður send sambandsaðilum síðar.

5. Fjöldi fulltrúa

Hjálagður er listi yfir fjölda þingfulltrúa. Sambandsaðilar eru beðnir um að fara yfir listann og gera athugasemdir ef þörf krefur.

Fjöldi þingfulltrúa

Nánari upplýsingar um þingið og tillögur verða sendar til sambandsaðila í janúar.