• þri. 14. des. 2021
  • eFótbolti

Ísland hefur leik í undankeppni FIFAe Nations Series í vikunni

Íslenska landsliðið í eFótbolta leikur í vikunni í undankeppni FIFAe Nations Series.

Landsliðið skipa þeir Aron Þormar Lárusson, Fylki, Tindur Örvar Örvarsson, Rafík, og Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki.

Ísland er þar í riðli með Búlgaríu, Skotlandi, Norður Írland, Spáni, Eistlandi og Slóvakíu. Þrjú efstu lið riðilsins fara beint áfram í umspil fyrir lokamótið, en hin liðin fara í aðra undankeppni og eiga því enn möguleika á því að komast áfram í lokakeppnina.

Frekar upplýsingar um keppnina má sjá hér.

Liðið hefur keppni á fimmtudaginn kl. 16:00 þegar það mætir Búlgaríu, en leikskipulag vikunnar má sjá hér að neðan.

Fimmtudagurinn 16. desember

Ísland - Búlgaría kl. 16:00

Ísland - Skotland kl. 16:55

Ísland - Norður Írland kl. 17:50

Ísland - Spánn kl. 18:45

Föstudagurinn 17. desember

Ísland - Eistland kl. 16:00

Ísland - Slóvakía kl. 17:50

.