A kvenna - Ísland áfram í 16. sæti heimslista FIFA
Ísland er áfram í 16. sæti heimslista FIFA, en nýr listi hefur verið gefinn út.
Síðasta útgáfa listans var gefin út 20. ágúst síðastliðinn og hefur liðið leikið fimm leiki síðan. Í undankeppni HM 2023 vann Ísland Kýpur, tvisvar, og Tékkland en tapaði fyrir Hollandi. Liðið lék einn vináttuleik á tímabilinu og vann þar 2-0 sigur gegn Japan.
Næsta verkefni liðsins verður í febrúar, en þá verða leiknir vináttuleikir og verður fljótlega tilkynnt um andstæðinga liðsins. Næstu keppnisleikir eru svo í apríl, en þá mæta stelpurnar Tékklandi og Hvíta Rússlandi og fara báðir leikirnir fram ytra.