U19 karla - Dregið í fyrstu umferð undankeppni EM 2022/23
Dregið hefur verið í fyrstu umferð undankeppni EM 2022/23.
Ísland er í riðli 8 með Frakklandi, Skotlandi og Kasakstan.
Riðlarnir verða leiknir annað hvort 30. maí - 14. júní eða 19. - 27. september 2022 og er þeir upphafið að leiðinni til Möltu þar sem lokakeppnin fer fram sumarið 2023. Tvö efstu lið riðlana í fyrstu umferð undankeppninnar komast áfram í milliriðla sem leiknir verða vorið 2023. Það lið sem er með bestan árangur liða sem enda í þriðja sæti kemst einnig áfram.