Leikjaniðurröðun HM 2023 gefin út
FIFA hefur staðfest og gefið út leikjaniðurröðun fyrir úrslitakeppni HM kvenna 2023, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta er níunda úrslitakeppni HM A landsliða frá upphafi og sú fyrsta sem er leikin í tveimur löndum.
Alls taka 32 liða þátt í úrslitakeppninni og leiknir verða 64 leikir í níu borgum. Opnunarleikurinn fer fram 20. júlí á Eden Park í Auckland/Tāmaki Makaurau á Nýja-Sjálandi og úrslitaleikurinn fer fram 20. ágúst á Stadium Australia í Sydney/Gadigal.
Íslenska landsliðið er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og er nú í 2. sæti síns riðils í undankeppninni.