A kvenna - Ísland mætir Kýpur á þriðjudag
A landslið kvenna mætir Kýpur á þriðjudag í undankeppni HM 2023.
Leikurinn fer fram á AEK Arena í Larnaca og hefst hann kl. 17:00 að íslenskum tíma. Þetta er fjórði leikur Íslands í riðlakeppninni, en liðið er í öðru sæti riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki, en Holland er á toppi riðilsins með 11 stig eftir fimm leiki. Kýpur er á botni riðilsins með eitt stig eftir fimm leiki, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Hvíta Rússland síðastliðinn föstudag.
Ísland og Kýpur mættust 26. október á Laugardalsvelli og endaði sá leikur með 5-0 sigri Íslands. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í þeim leik og Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir skoruðu allar sitt markið hver.
Liðið mætti til Kýpur seint á föstudag og hefur æft hér í Larnaca við fínar aðstæður. Allir leikmenn liðsins eru heilir og tilbúnir í verkefnið framundan.