Um 70 manns sátu árlegan fund formanna- og framkvæmdastjóra
Árlegur formanna- og framkvæmdastjórafundur KSÍ var haldinn laugardaginn 27. nóvember 2021 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.
Vegna samkomutakmarkana var nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem gat setið fundinn í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum og var því ákveðið að takmarka fjöldann þar við einn fulltrúa frá hverju félagi. Félög gátu engu að síður skráð fleiri fulltrúa á fundinn og sátu þau þá fundinn rafrænt í gegnum Teams fjarfundarbúnað. Alls sátu ríflega 20 manns fundinn í Laugardalnum og tæplega 50 á Teams, frá aðildarfélögum víðs vegar af landinu, auk fulltrúa KSÍ.
Dagskrá fundarins var sambærileg við undanfarin ár. Farið var yfir mótamál og formenn starfshópa um mótamál og deildarkeppni karla og kvenna kynntu niðurstöður sinna hópa. Framundan eru frekari kynningar og samtöl við aðildarfélög um niðurstöðurnar og tillögur hópanna. Farið var yfir breytingar á reglum um félagaskipti milli landa, uppeldisbætur og ýmsar reglugerðarbreytingar.
Dagskrá fundarins:
- Setning fundar og ýmis mál – Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ
- Kynning á skýrslu starfshóps um fyrirkomulag á deildarkeppnum kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, formaður starfshóps
- Kynning á skýrslu starfshóps um fyrirkomulag Lengjudeildar karla – Vignir Már Þormóðsson, formaður starfshóps
- Kynning á skýrslu starfshóps um neðri deildir karla – Björn Friðþjófsson, formaður starfshóps
- Mótin 2022 – Birkir Sveinsson, KSÍ
- Uppeldis- og samstöðubætur – Stefán Geir Þórisson, lögfræðingur
- Reglugerðarbreytingar 2021 – Kolbrún Arnardóttir, KSÍ
Smellið hér til að skoða glærukynningar frá fundinum (allar í einu skjali).