Skýrsla FIFA um stöðu knattspyrnunnar á Íslandi
Á síðustu misserum hefur FIFA unnið greiningar og sérstakar skýrslur um stöðu knattspyrnunnar í flestum knattspyrnusamböndum heimsins, þar sem farið er yfir hvað er vel gert og hvað betur mætti fara, og þar sem við á eru gerðar tillögur um úrbætur. Í skýrslunum, sem kallast Talent Development – Football Ecosystem Analysis, er m.a. fjallað um stjórnunarlega þætti og mannauð, landslið og hæfileikamótun, mótahald og fræðslu, og ýmislegt fleira. Skýrslan fyrir Ísland var unnin á þessu ári í samstarfi FIFA og Knattspyrnusviðs KSÍ og á fundi stjórnar KSÍ þann 23. nóvember síðastliðinn kynntu fulltrúar FIFA skýrsluna um Ísland fyrir stjórninni.
Smellið hér að neðan til að skoða skýrsluna nánar. Framarlega í skýrslunni er samantekt á helstu niðurstöðum, auk myndrænnar framsetningar á ýmsum lykilniðurstöðum.
Skoða skýrsluna Talent Development – Football Ecosystem Analysis: Iceland