Íslandsmótið í Futsal hófst um liðna helgi
Íslandsmót meistaraflokks karla í knattspyrnu innanhúss (Futsal) hófst um liðna helgi. Þátttökuliðunum er skipt í þrjá fjögurra liða riðla sem leiknir eru í tveimur umferðum og mótinu lýkur með fjögurra liða úrslitakeppni í janúar 2022. Fyrri umferð riðlakeppninnar var leikin um helgina og seinni umferðin verður leikin aðra helgi í desember.
- Í A-riðli leika Kría, Vængir Júpíters, Álftanes og Skallagrímur. Fyrri umferðin fór fram á Álftanesi og seinni umferðin verður leikin á Seltjarnarnesi. Kría situr á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrri umferðina. Vængir Júpíters hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum 2018 og 2019, en mótið fór ekki fram 2020.
- Ísbjörninn er með fullt hús í B-riðli eftir fyrri umferðina, sem var leikin í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Í riðlinum eru einni Sindri, KFR og KB/Leiknir, Seinni umferðin fer fram í Kórnum í Kópavogi.
- Augnablik, Hvíti Riddarinn, Álafoss og Uppsveitir eri í C-riðli, sem er jafn og spennandi eftir fyrri umferðina, sem var leikin á Flúðum, en seinni umferðin fer fram að Varmá í Mosfellsbæ.
Fyrri umferðin fór fram sem fyrr segir um liðna helgi og seinni umferðin verður leikin 12. desember. Úrslitakeppnin fer svo fram 8. og 9. janúar næstkomandi og þar leika efstu þrjú lið hvers riðils, ásamt því liði sem er með bestan árangur í öðru sæti riðlanna.
Smellið hér til að skoða riðlana og leikina
Smellið hér til að skoða lista Íslandsmeistara í knattspyrnu innanhúss