Alþjóðlegur dagur barna 20. nóvember ár hvert
Alþjóðlegur dagur barna (World Children’s Day) er 20. nóvember ár hvert. KSÍ leggur áherslu á að öll börn eiga rétt á að stunda knattspyrnu í jákvæðu og öruggu umhverfi. Allir sem koma nálægt barna- og unglingastarfi hafa það hlutverk að hlúa að öryggi barna og halda rétti þeirra á lofti.
Á vef KSÍ má finna netnámskeið fyrir alla sem koma að barna- og unglingastarfi og hvetur KSÍ fólk til að kynna sér þau. Annars vegar er um að ræða ýmis örnámskeið sem aðgengileg eru í gegnum vef UEFA og fjalla um öryggi og verndun barna í knattspyrnustarfi, hins vegar námskeið á vegum Æskulýðsvettvangsins sem inniheldur fræðslu um líkamlegt og andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vanrækslu, samskiptavanda og einelti, með áherslu á börn og ungmenni.
Hafir þú grun um vanrækslu, einelti eða annars konar ofbeldi gegn barni, þá bendir KSÍ á að hægt er að tilkynna atvik til Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.