• þri. 16. nóv. 2021
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - tap í Grikklandi

U21 karla tapaði 0-1 gegn Grikklandi í undankeppni EM 2023, en leikið var í Tripoli í Grikklandi.

Grikkir komust yfir á 37. mínútu þegar þeir skoruðu af vítapunktinum. Staðan því 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður þeirra sitt annað gula spjald, og því rautt, og lék Ísland einum fleiri allan síðari hálfleik. Íslenska liðið var betri aðilinn í hálfleiknum og brenndi t.a.m. af vítaspyrnu. Strákunum tókst ekki að jafna metin og því svekkjandi 0-1 tap staðreynd.

Næsta verkefni liðsins eru leikir gegn Portúgal og Kýpur í undankeppninni í lok mars 2022.