Reglur KSÍ um sóttvarnir (uppfærðar 13. nóvember)
KSÍ gaf út reglur um sóttvarnir á síðasta ári og hafa þær verið uppfærðar reglulega þegar við á. Uppfærðar reglur voru samþykktar og útgefnar 13. nóvember 2021 og sem fyrr er markmið reglnanna að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi. Reglur KSÍ eru aðgengilegar á vef KSÍ undir "Mót" eða í gegnum hlekk/hnapp á forsíðu vefs KSÍ.
Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða nánar. Vakin er athygli á því að reglurnar (útgefnar 13. nóvember) hafa verið aðlagaðar að sniðmáti ÍSÍ.
Reglur KSÍ um sóttvarnir
Hér að neðan má sjá helstu reglur er snerta íþróttahreyfinguna.
• Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns og heimilt verður að hafa allt að 50 manns á æfingum og í keppni.
• Grímuskylda mun gilda þar sem ekki verður hægt að viðhafa 1 metra fjarlægð frá ótengdum aðilum. Sem fyrr þarf ekki að nota grímu við íþróttaiðkun.
• Börn fædd 2016 og fyrr verða undanþegin grímuskyldu, fjölda- og nálægðartakmörkunum.
• Heimilt verður að hafa allt að 500 manns í áhorfendasvæðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er m.a. varðar skráningu, notkun hraðprófa og grímunotkun.
• Þar sem hraðpróf eru ekki notuð fyrir áhorfendur er heimilt að hafa að hámarki 50 manns í hverju rými svo lengi sem allar reglur um sóttvarnir eru virtar.
• Óheimilt verður að selja veitingar í hléi.
• Gestafjöldi á sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum má vera allt að 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
• Skíðasvæðum er heimilt að taka á móti 75% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis.