• fös. 12. nóv. 2021
  • U21 karla
  • Landslið

Þriggja marka sigur í Liechtenstein

U21 landslið karla vann þriggja marka sigur á Liechtenstein í undankeppni EM, en liðin mættust í Eschen í dag, föstudag.  Sigur íslenska liðsins var öruggur og öll mörkin þrjú komu í fyrri hálfleik.

Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrsta markið á 14. mínútu eftir sendingu frá Hákoni Arnari Haraldssyni.  Íslenska liðið bætti svo við tveimur mörkum með stuttu millibili.  Fyrst skoraði Ágúst Hlynsson á 25. mínútu með flottu skoti eftir góða sendingu frá bróður sínum Kristian, og fyrirliðinn Brynjólfur Andersen Willumsson setti svo þriðja og síðasta markið á 31. mínútu eftir sendingu frá Hákoni.  Meira var ekki skorað í leiknum en íslenska liðið hafði mikla yfriburði allan tímann.   

Ísland er með 7 stig í 4. sæti eftir fjóra leiki í riðlinum og mætir Grikklandi í næstu umferð, í Grikklandi á þriðjudaginn kemur.  Grikkir unnu Hvíta-Rússland 2-0 í dag og eru sem stendur taplausir eftir fimm leiki í öðru sæti riðilsins með 11 stig.  Portugalir eru efstir með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Skoða riðilinn og leikina