• þri. 09. nóv. 2021
  • A kvenna
  • Landslið

A kvenna mætir Japan 25. nóvember

A landslið kvenna mætir Japan í vináttulandsleik 25. nóvember næstkomandi, áður en liðið heldur til Kýpur til að mæta heimakonum í leik í undankeppni HM 2023 þann 30. nóvember.  Leikurinn við Japan fer fram á Yanmar Stadium í Almere, Hollandi.

Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður í A landsliðum kvenna, alltaf á Algarve Cup í Portúgal, og hafa þær japönsku haft sigur í öllum viðureignunum, sem fram fóru árin 2015, 2017 og 2018.  Japanska liðið hefur um árabil verið eitt af bestu landsliðum heims - Asíumeistari árin 2014 og 2018, silfur á Ólympíuleikunum 2012, og heimsmeistari 2011.

Skoða fyrri viðureignir

Ísland mætir síðan Kýpur ytra 30. nóvember í undankeppni HM 2023 en sem kunnugt er vann íslenska liðið öruggan sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum í október.

Undankeppni HM 2023

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net