Ísland í D-riðli á EM 2022
A landslið kvenna verður í D-riðli ásamt Frakklandi, Ítalíu og Belgíu í úrslitakeppni EM 2022 á Englandi næsta sumar, en dregið var í riðla í Manchester í dag, fimmtudag. Gestgjafarnir, Englendingar, mæta Austurríki í opnunarleik mótsins á Old Trafford í Manchester 6. júlí. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley 31. júlí. Ísland hefur leik gegn Belgíu 10. júlí á Manchester City Academy Stadium og mætir síðan Ítalíu á sama stað 14. júlí. Síðasti leikur íslenska liðsins í riðlinum verður síðan gegn Frakklandi á New York leikvanginum í Rotherham 18. júlí.
Leikir í D-riðli
Sunnudagur 10. júlí
- Belgía - Ísland kl. 16:00 (Manchester City Academy Stadium, Manchester)
- Frakkland - Ítalía kl. 19:00 (New York Stadium, Rotherham)
Fimmtudagur 14. júlí
- Ítalía - Ísland kl. 16:00 (Manchester City Academy Stadium, Manchester)
- Frakkland - Belgía kl. 19:00 (New York Stadium, Rotherham)
Mánudagur 18. júlí
- Ítalía - Belgía kl. 19:00 (Manchester City Academy Stadium, Manchester)
- Ísland - Frakkland kl. 19:00 (New York Stadium, Rotherham)
Miðasala á úrslitakeppni EM 2022
Skoða alla leikina á EM 2022 á vef UEFA
Mynd: Hafliði Breiðfjörð