• mið. 20. okt. 2021

2265. fundur stjórnar KSÍ - 7. október 2021

2265. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 7. október 2021 og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram í Laugardalnum og á Teams.


Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson, Borghildur Sigurðardóttir, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Orri V. Hlöðversson (vék af fundi kl. 16:50), Sigfús Ásgeir Kárason, Unnar Stefán Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson.

Mættir á Teams: Ingi Sigurðsson

Mættur varamenn í stjórn: Kolbeinn Kristinsson, Margrét Ákadóttir og Þóroddur Hjaltalín.

Fjarverandi: Helga Helgadóttir.

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.


1. Fundargerð síðasta fundar var lögð fram og samþykkt:
a. Fundargerð 2264

2. Starfsreglur stjórnar og vinnulag
a. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður fór yfir starfsreglur stjórnar.

3. Almenn kynning á KSÍ
a. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði varðandi daglegan rekstur.

4. Skipan í nefndir
a. Rætt um nefndaskipan, en málið verður tekið til afgreiðslu á næsta stjórnarfundi.
b. Jónas Gestur Jónasson hefur sagt sig úr kjaranefnd KSÍ vegna starfa sinna og skipa þarf nýjan formann. Framkvæmdastjóra falið að ræða við Margréti Sanders og Ragnar Guðgeirsson sem eiga sæti í nefndinni. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5. Verkefni næstu mánaða
a. Verkefnalisti frá fyrrverandi stjórn var lagður fram og kynntur.
b. Valgeir Sigurðsson gaf stjórn yfirlit yfir starf starfshópa í mótamálum.
c. Lagt fram yfirlit yfir starfshópa í ofbeldismálum og stöðu vinnu.
d. Dagskrárliður færður í trúnaðarbók.

6. Lagt var fram erindi í nafni Öfga, dagsett 27. september 2021.
a. Erindið og afgreiðsla þess fært í trúnaðarbók.

7. Önnur mál
a. Rætt um fundi með aðildarfélögum og markmið þeirra.
b. Ákveða þarf dagsetningu fyrir formanna- og framkvæmdastjórafund.
c. Tillaga dómaranefndar KSÍ um FIFA dómara 2021 var samþykkt.
d. Dagskrárliðir færðir í trúnaðarbók.
e. Rætt um framhaldsþing 75. Íþróttaþings ÍSÍ sem fram fer 9. október næstkomandi.

Næsti fundur verður mánudaginn 11. október 2021.

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 17:40.