Aðalfundur KÞÍ fer fram 15. október
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ), verður haldinn föstudaginn 15. október nk., kl. 18:00 í Fylkishöll.
Upphaflega átti að halda fundinn eigi síðar en í lok apríl á þessu ári en vegna aðstæðna í samfélaginu reyndist það ekki unnt. Af þeim sökum var ákveðið að halda fundinn að hausti.
Dagskrá fundar samkvæmt 10. gr. laga KÞÍ verður eftirfarandi:
• Fundarsetning.
• Kosning fundarstjóra og fundarritara.
• Skýrsla stjórnar.
• Reikningar félagsins.
• Lagabreytingar.
• Kosning stjórnarmanna samkvæmt ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga KÞÍ.
• Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
• Ákvörðun um árgjald samkvæmt 6. gr. laga KÞÍ.
• Önnur mál.
Léttar veitingar verða á boðstólum