U21 karla - 0-1 tap gegn Portúgal
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 karla tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2023.
Bæði lið hefðu getað skorað í fyrri hálfleik, íslenska liðið var nokkrum sinnum nálægt því en Celton Biai varði nokkrum sinnum frábærlega. Sama átti við um Portúgali, en Jökull Andrésson varði öll skot sem komu á markið.
Portúgal tók forystuna eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik þegar Fábio Vieira kom boltanum í netið. Íslenska liðið lét markið ekki slá sig út af laginu og nokkrum mínútum síðar var Ágúst Eðvald Hlynsson nálægt því að jafna metin, en varnarmaður Portúgals komst fyrir skot hans. Bæði lið fengu færi til að skora fleiri mörk, en 0-1 sigur Portúgal var á endanum staðreynd.