U21 karla - Ísland mætir Portúgal á þriðjudag
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 karla mætir Portúgal á þriðjudag í undankeppni EM 2022.
Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst hann kl. 15:00. Þetta er þriðji leikur liðanna í undankeppninni. Ísland vann 2-1 sigur gegn Hvíta Rússlandi í sínum fyrsta leik og gerði síðan 1-1 jafntefli við Grikkland. Portúgal vann 1-0 sigur gegn Hvíta Rússlandi og svo 11-0 gegn Liechtenstein núna í október.
Miðasala á leikinn er í gangi á tix.is og er hægt að fara í hana hér að neðan.
Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir 16 ára og yngri. Vegna COVID takmarkana þurfa allir vallargestir að hafa miða.