• fös. 08. okt. 2021
  • Fræðsla

Málþing fyrir konur í stjórnum og ráðum knattspyrnudeilda

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Málþing fyrir konur í stjórnum og ráðum knattspyrnudeilda verður haldið föstudaginn 22.október nk. Málþingið er í tengslum við leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM kvennalandsliða sem fram fer sama dag.

Málþingið er opið öllum konum sem sitja í stjórnum knattspyrnudeilda, meistaraflokksráðum og barna- og unglingaráðum. Við bjóðum einnig velkomnar þær konur sem hafa áhuga á að starfa í kringum knattspyrnuna.

Dagskrá:

15:30 GunnInga Sívertsen - Skólastjóri Verslunarskóla Íslands og fyrrum varaformaður KSÍ
16:30 Vanda Sigurgeirsdóttir - Formaður KSÍ
17:10 Margrét Lára Viðarsdóttir - fyrrum landsliðsfyrirliði, verður með leikgreiningu.
18:45 Ísland - Tékkland í undankeppni HM kvenna 2023

Þátttakendur fá miða á leikinn, veitingar fyrir leik og í hálfleik

Skráning á viðburðinn fer í gegnum meðfylgjandi link:

https://forms.gle/j4dtBYAeEjdDDsJ27