38 þjálfarar tekið Grunnnámskeið KSÍ í markmannsþjálfun á árinu
Grunnnámskeið KSÍ í markmannsþjálfun var haldið í Hveragerði um liðna helgina. Alls mættu 17 markmannsþjálfarar til leiks. Um kennslu sáu þeir Fjalar Þorgeirsson, Halldór Björnsson og Ólafur Pétursson.Ljóst er að félög hér á landi eru að leggja aukna áherslu á markmannsþjálfun og er það mikið gleðiefni. Þetta var annað grunnnámskeiðið sem KSÍ heldur á þessu ári og alls hafa 38 manns mætt á þessu tvö námskeið, til að auka við þekkingu sína í þjálfun markvarða.
Grunnnámskeið KSÍ í markmannsþjálfun er einn af undanförum KSÍ B Markmannsþjálfaragráðunnar, en hún fer af stað í lok nóvember. Dagsetningar má finna hér og verður námskeiðið auglýst á heimasíðu KSÍ í byrjun nóvember.