Meirihluti þarf að mæta
Framundan er aukaþing KSÍ, sem haldið verður á Hilton Nordica á laugardag, þar sem kosin verður bráðabirgðastjórn og formaður, sem sitja fram að ársþingi í febrúar 2022. Fram kemur í grein 12.1 í lögum KSÍ að meiri en helmingur þingfulltrúa þurfa að vera mættir á knattspyrnuþing svo atkvæðagreiðsla teljist gild. Þetta á við jafnvel þó stjórn sé sjálfkjörin.
12. grein - Atkvæðagreiðsla
12.1. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála á knattspyrnuþingi, nema um lagabreytingar sé að ræða, en þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða þingfulltrúa. Meiri en helmingur þingfulltrúa þurfa að vera mættir á knattspyrnuþing svo atkvæðagreiðsla teljist gild en að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan 7 daga.