• mið. 29. sep. 2021
  • Fræðsla

Markmannsskóli KSÍ 2021

Knattspyrnusamband Íslands mun fara aftur af stað með Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi nú á haustmánuðum.

Markmannsskóli stúlkna verður helgina 22.-24. október 2021.

Markmannsskóli drengja verður helgina 5.-7. nóvember 2021.

Félög sem halda úti 4. flokki geta að hámarki tilnefnt tvo drengi og tvær stúlkur á eldra ári í 4. flokki (2008 árgang).

Verð á hvern þátttakanda er 12.000 kr. og verður þátttökugjaldið skuldfært af reikningi félagsins við KSÍ. Innifalið í verðinu er gisting með fullu fæði, rútuferð Reykjavík-Akranes-Reykjavík og fjórar markmannsæfingar.

Fjalar Þorgeirsson, UEFA A markmannsþjálfari og yfirmarkmannsþjálfari yngri landsliða, mun sjá um útfærslu og skipulag æfinga.

Tilkynna þarf þátttöku í Markmannsskóla stúlkna eigi síðar en mánudaginn 11. október á meðfylgjandi slóð hér fyrir neðan. Eftir þann tíma er litið svo á að viðkomandi félag ætli ekki að tilnefna markvörð/-verði í Markmannsskóla KSÍ.

Tilkynna þarf þátttöku í Markmannsskóla drengja eigi síðar en mánudaginn 25. október á meðfylgjandi slóð hér fyrir neðan. Eftir þann tíma er litið svo á að viðkomandi félag ætli ekki að tilnefna markvörð/-verði í Markmannsskóla KSÍ.

Skráning í Markmannsskóla stúlkna - https://forms.gle/2NGjY4c4nuPEk9Xo6

Skráning í Markmannsskóla drengja - https://forms.gle/aaaLMqF238wpEJj76

Dagskrá