Víkingar Íslandsmeistarar karla
Víkingur R. tryggði sér á laugardag efsta sæti Pepsi Max deildar karla og þar með Íslandsmeistaratitilinn, með sigri á Leikni á Víkingsvellinum. Þetta er í sjötta sinn sem Víkingur fagnar Íslandsmeistaratitli karla, 30 árum eftir þann fimmta.
Víkingar ljúka keppni í Pepsi Max deildinni með 48 stig, einu stigi meira en Breiðablik og í 3. sæti hafnar KR með 41 stig. Keppnin var æsispennandi allt til loka, á toppi sem botni, og það verður hlutskipti Fylkis og HK að færast niður um deild. Þeirra sæti í Pepsi Max deildinni 2022 taka Fram og ÍBV.
Til hamingju, Víkingar!
Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net