Lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag
Nýir Íslandsmeistarar verða krýndir í dag þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fer fram.
Víkingur R. og Breiðablik eru í mikilli baráttu um titilinn, en Víkingur R. er í efsta sæti 45 stig og Breiðablik í öðru með 44 stig. Víkingur R. mætir Leikni R. á Víkingsvelli á meðan Breiðablik mætir HK á Kópavogsvelli.
Álíka barátta er um 3. sæti deildarinnar, en það gæti skilað Evrópusæti takist Víking R. að verða Mjólkurbikarmeistari. KA er í 3. sæti fyrir lokaumferðina með 39 stig, KR er í 4. sæti með 38 stig og Valur í 5. sæti með 36 stig, en mun lakari markatölu en KA og KR.
Mikil spenna er einnig á botni deildarinnar og gætu þrjú lið fallið með Fylki niður í Lengjudeildina. Keflavík er í 9. sæti með 21 stig, HK í 10. sæti með 20 stig og ÍA í 11. sæti með 18 stig. Keflavík og ÍA mætast á HS orku vellinum á meðan HK fer á Kópavogsvöll og mætir Breiðablik.
Lokaumferðin - allir leikir kl. 14:00
Breiðablik - HK á Kópavogsvelli
Fylkir - Valur á Würth vellinum
KA - FH á Greifavellinum
Keflavík - ÍA á HS orku vellinum
Stjarnan - KR á Samsungvellinum
Víkingur R. - Leiknir R. á Víkingsvelli