• fim. 23. sep. 2021
  • Landslið
  • U15 karla

U15 karla - 2-6 tap gegn Finnlandi

U15 karla tapaði 2-6 fyrir Finnlandi í síðari vináttuleik þjóðanna, en leikið var ytra.

Theodór Ingi Óskarsson kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu leiksins eftir að íslensku liðið hafði brennt af vítaspyrnu. Finnar skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum um miðjan fyrri hálfleik og tóku forystuna. Þeir bættu svo þriðja markinu við á 38. mínútu og staðan því 3-1 í hálfleik.

Finnar skoruðu næstu tvö mörk leiksins, en Stígur Diljan Þórðarson minnkaði muninn í 2-5 á 90. mínútu. Finnar bættu svo við einu marki í uppbótartíma og 2-6 tap Íslands því staðreynd.

Byrjunarliðið

Guðmundur Reynir Friðriksson (M)

Sveinn Svavar Hallgrímsson

Dagur Jósefsson (F)

Þorri Stefán Þorbjörnsson

Nóel Atli Arnórsson

Breki Baldursson

Allan Purisevic

Theodór Ingi Óskarsson

Kristján Sindri Kristjánsson

Hrafn Guðmundsson

Elmar Freyr Hauksson