A kvenna - UEFA tvöfaldar verðlaunafé vegna EM 2022
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur tilkynnt ákvörðun sína um tvöföldun verðlaunafés vegna EM 2022.
Mótið verður haldið á Englandi dagana 6.-31. júlí, en Ísland verður á meðal þátttökuþjóða í keppninni. Dregið verður í riðla fimmtudaginn 28. október.
Þær 16 þjóðir sem taka þátt í keppninni munu skipta á milli sín 16 milljónum evra, en á EM 2017 var upphæðin 8 milljónir evra.
Á sama tíma ákvað UEFA að samþykkja í fyrsta sinn innleiðingu bótakerfis fyrir félög þeirra leikmanna sem taka þátt í keppninni. Með því verða 4.5 milljónir evra til staðar til að umbuna þeim evrópsku félögum sem eiga leikmenn í mótinu.