2258. fundur stjórnar KSÍ - 28. ágúst 2021
2258. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn laugardaginn 28. ágúst 2021 og hófst kl. 12:00. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði.
Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Ingi Sigurðsson, Orri Hlöðversson, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fjarverandi: Magnús Gylfason aðalmaður í stjórn.
Mættir varamenn: Guðjón Bjarni Hálfdánarson.
Mættir fulltrúar landshluta: Jakob Skúlason (VL), Björn Friðþjófsson (NL) og Tómas Þóroddsson (SL).
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.