• þri. 21. sep. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

0-2 tap gegn Hollandi

Ísland tapaði 0-2 fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2023.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og skemmtilegur, þó Hollendingar hafi verið ívið meira með boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir átti góða spretti upp kantinn sem skapaði usla í vörn Hollands, en Íslandi tókst ekki að nýta það og skora mark. 

Það voru Hollendingar sem tóku forystuna á 23. mínútu þegar Danielle van de Donk skoraði framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Íslands. Leikurinn hélt áfram á sama hátt og fyrir markið, Hollendingar voru meira með boltann en íslenska liðið var oft á tíðum hættulegt þegar það var með boltann. Staðan 0-1 fyrir Holland í hálfleik.

Síðari hálfleik var keimlíkur þeim fyrri, Hollendingar stjórnuðu ferðinni en íslenska liðið komst þó ekki í jafn margar góðar stöður og í fyrri hálfleik. Jackie Groenen skoraði svo annað mark Hollendinga á 65. mínútu með frábæru skoti. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 0-2 tap staðreynd.

Næstu leikir Íslands eru í lok október þegar liðið mætir Tékkland og Kýpur á Laugardalsvelli.