• fim. 16. sep. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

Undankeppni HM 2023 hefst í dag

Undankeppni HM kvenna 2023 hefst í dag, fimmtudaginn 16. september, með fimm leikjum í Evrópu-hluta undankeppninnar.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Hollandi á þriðjudag, en riðillinn hefst með tveimur leikjum á föstudag þegar mætast annars vegar Hvíta-Rússland og Kýpur, hins vegar Holland og Tékkland.  Íslenska liðið hefur svo leik sem fyrr segir á þriðjudag þegar Hollendingar, silfurliðið frá síðasta HM og ríkjandi Evrópumeistarar, koma í heimsókn á Laugardalsvöll.

Íslenska liðið hefur þegar hafið undirbúning sinn fyrir leikinn og miðasalan á leikinn er komin af stað á Tix.is.

Allt um undankeppnina í Evrópu á vef UEFA

Allt um undankeppnina á vef FIFA

Miðasalan á Ísland-Holland

Mynd með grein: Pawel Cieslikiewicz