• fim. 26. ágú. 2021
  • Mótamál

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst á föstudag

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst á föstudag, en þá fara fram fyrri leikir 8 liða úrslita.

Tvö efstu lið hvers riðils komust áfram í úrslitakeppnina, en þau tvö lið sem komast í úrslitaleikinn komast upp í 3. deild.

8 liða úrslit 4. deildar karla

Fyrri leikir

Kormákur/Hvöt - Álftanes á Blönduósvelli kl. 18:00

Hamar - Kría á Grýluvelli kl. 18:00

Árborg - Vængir Júpíters á JÁVERK-vellinum kl. 19:00

Ýmir - KH í Kórnum kl. 20:00

Seinni leikirnir fara svo fram þriðjudaginn 31. ágúst.

Álftanes - Kormákur/Hvöt á OnePlus vellinum kl. 19:00

Kría - Hamar á Vivaldivellinum kl. 19:00

Vængir Júpíters - Árborg á Fjölnisvelli - gervigrasi kl. 19:00

KH - Ýmir á Valsvelli kl. 20:00

Undanúrslitin fara fram dagana 3. og 7. september, en ljóst er hvaða lið geta mæst þar.

Undanúrslit

Hamar/Kría - Kormákur/Hvöt eða Álftanes

Ýmir/KH - Árborg/Vængir Júpíters