• mán. 19. júl. 2021
  • Mjólkurbikarinn
  • Mótamál

Breiðablik og Þróttur R. mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik og Þróttur R. mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna, en leikurinn fer fram föstudaginn 1. október.

Þróttur R. vann 4-0 sigur gegn FH í fyrri undanúrslitaleiknum. Linda Líf Boama skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik, en þær Andrea Rut Bjarnadóttir, Dani Rhodes og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik. Þetta verður í fyrsta sinn sem Þróttur R. leikur til úrslita í Mjólkurbikar kvenna.

Breiðablik og Valur mættust á Kópavogsvelli í seinni undanúrslitaleiknum. Agla María Albertsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik og leiddu Blikar 1-0 í hálfleik. Selma Sól Magnúsdóttir jók forystuna strax í upphafi síðari hálfleiks, en aðeins mínútu síðar minnkaði Mary Alice Vignola muninn. Ída Marín Hermannsdóttir jafnaði svo leikinn þegar 25 mínútur voru eftir. Taylor Marie Ziemer kom Breiðablik aftur yfir á 74. mínútu og leit allt út fyrir að það yrði sigurmarkið. Fanndís Friðriksdóttir jafnaði hins vegar leikinn í uppbótartíma, en það var þó ekki síðasta mark leiksins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skoraði sigurmark Blika aðeins mínútu síðar, rosalega lokamínútur og Breiðablik komið í úrslit.

Til hamingju Þróttur R. og Breiðablik!