Evrópuleikir félagsliða – Sigrar hjá FH og Breiðablik
Íslensku liðin þrjú sem leika í fyrstu umferð sambandsdeildar UEFA léku öll sína fyrstu leiki í undankeppni deildarinnar í dag.
FH sigraði Slingo Rovers frá Írlandi 1-0 í Kaplakrika og skoraði Steven Lennon mark FH á 85. mínútu
Breiðablik sigraði Racing Union frá Lúxemborg á útivelli 2-3. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum á 15. og 34. mínútu en Gísli Eyjólfsson náði að minnka muninn á 37. mínútu. Thomas Mikkelsen jafnaði metin á 66. mínútu og það var svo Damir Muminovic sem tryggði sigur Breiðabliks á 88. mínútu.
Stjarnan og Bohemians FC frá Írlandi gerðu að lokum 1-1 jafntefli á Stjörnuvelli í kvöld. Emil Atlason kom Stjörnunni yfir á 25. mínútu en gestirnir jöfnuðu á 63. mínútu.
Síðari leikir íslensku liðanna í fyrstu umferðinni í sambandsdeildinni verða fimmtudaginn 15. júlí.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net