U16 kvenna - Leikið gegn Svíþjóð í dag
U16 landslið kvenna hefur leik á opna Norðurlandamótinu í dag. Ísland leikur gegn Svíþjóð og spilað verður í Ribe á Suður-Jótlandi. Leikurinn hefst kl.16:00 að íslenskum tíma og fylgst verður með gangi leiksins á Facebook-síðu KSÍ.
Æfingar og annar undirbúningur liðsins hafa gengið vel og það er góð stemmning í íslenska hópnum. Stúlkurnar eru allar heilar heilsu og fullar tilhlökkunar fyrir því að taka þátt í sínum fyrsta landsleik.
Opna Norðurlandamótið er með breyttu sniði í ár en Ísland leikur þrjá leiki. Gegn Svíþjóð í dag, Danmörku 9.júlí og Danmörku 2 (U15) 12. júlí. Önnur þátttökulið eru Færeyjar og Holland. Engir Norðurlandameistarar verða krýndir að þessu sinni og því verður ekki leikið um sæti á mótinu.
Byrjunarlið Íslands í dag er skipað eftirtöldum leikmönnum
Elísa Lana Sigurjónsdóttir |
Eyrún Embla Hjartardóttir |
Fanney Inga Birkisdóttir |
Katla Tryggvadóttir (F) |
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir |
Margrét Brynja Kristinsdóttir |
Margrét Lea Gísladóttir |
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir |
Steingerður Snorradóttir |
Telma Steindórsdóttir |
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir |