Undanúrslitaleikir Mjólkurbikars kvenna 2021
Í hádeginu í dag, mánudag, var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna og er ljóst að framundan eru tveir hörkuleikir um réttinn til að leika til úrslita í keppninni í ár.
Leikdagur undanúrslitaleikjanna er föstudagurinn 16. júlí og þar mætast annars vegar Þróttur - FH og hins vegar Breiðablik - Valur. Í síðarnefnda leiknum mætast þau lið sem hafa unnið bikarkeppni kvenna oftast og samanlagt í 25 skipti af þeim 39 skiptum sem bikarmeistarar kvenna hafa verið krýndir. Hvorki Þróttur né FH hafa áður komist í úrslitaleikinn og Þróttur sló út ríkjandi Mjólkurbikarmeistara Selfoss í 8-liða úrslitum í ár.
Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli 1. október.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net