Þjálfari U16/U17 kvenna og aðstoðarþjálfari U19 kvenna
KSÍ auglýsir eftir umsóknum um starf aðalþjálfara U16 / U17 landsliða kvenna og aðstoðarþjálfara U19 kvenna (eitt stöðugildi, fullt starf). Umsækjendur þurfa að hafa lokið KSÍ A gráðu í þjálfaramenntun og nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og hvers kyns tölvuvinnslu, auk hæfni til að nota tæknibúnað sem KSÍ notar til greiningarvinnu og gagnasöfnunar. Hugmyndafræði yngri landsliða er lýst í afreksstefnu KSÍ. Öll landsliðin vinna eftir afreksstefnunni en hafa þó hvert um sig sína hugmyndafræði þar sem m.a. kemur fram leikskipulag og leikstíll liðsins, hlutverk liðsins í heild sinni, hlutverk hverrar línu og hverrar stöðu. Einnig er fjallað um hvaða gildum er unnið eftir á mismunandi aldri.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. september næstkomandi. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Arnar Þór Viðarsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ (arnar.vidarsson@ksi.is).
Umsóknum (ásamt sakavottorði) skal skilað með tölvupósti eigi síðar en 5. júlí (arnar.vidarsson@ksi.is).
Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun KSÍ