14 þjálfarar útskrifaðir með KSÍ A þjálfararéttindi
Nýlega útskrifuðust 14 þjálfarar með KSÍ A þjálfararéttindi. Hluti hópsins fengu afhent skírteini og diplomu í hálfleik á A-landsleik kvenna, Ísland - Írland, sem fram fór 11. Júní.
Námskeiðið hófst síðari hluta september 2019, en COVID-19 setti strik í reikninginn með þeim afleiðingum að hópurinn útskrifaðist ári á eftir áætlun. Meðal þess sem gert var á námskeiðinu var leikgreining, tímabilaskipting, bóklegt og verklegt próf sem og hópavinna þar sem þjálfararnir fylgdust með hver öðrum að störfum í þeirra umhverfi undir eftirliti leiðbeinanda frá KSÍ. Hluti af námskeiðinu fór fram í viku námsferð til Kaupmannahafnar
Eftirtaldir þjálfarar útskrifuðust:
Amir Mehica
Andri Ólafsson
Anton Orri Sigurbjörnsson
Benóný Þórhallsson
Hannes Þ. Sigurðsson
Jón Þórir Sveinsson
Ólafur Ingi Skúlason
Ray Anthony Jonsson
Sigmar Karlsson
Sigurður Þór Reynisson
Sigurvin Ólafsson
Sveinn Þór Steingrímsson
Jón Aðalsteinn Kristjánsson
Ingvi Sveinsson