U19 karla - 2-2 jafntefli gegn Færeyjum
U19 karla gerði 2-2 jafntefli gegn U21 ára liði Færeyja.
Þorsteinn Aron Antonsson tók forystuna fyrir Íslands í lok fyrri hálfleiks og var staðan 1-0 fyrir Íslandi þegar flautað var til hálfleiks.
Færeyingar komu sterkir út í síðari hálfleik og jöfnuðu metin strax á 50. mínútu. Tuttugu mínútum síðar skoruðu Færeyjar aftur og staðan orðin 2-1 fyrir heimamönnum. Fyrstu skiptingar Íslands komu í kjölfarið, en þá komu þeir Hilmir Rafn Mikaelsson og Óskar Borgþórsson inn á. Útaf fóru þeir Kjartan Kári Halldórsson og Óli Valur Ómarsson.
Hilmir Rafn var ekki lengi að koma sér inn í leikinn, en fimm mínútum eftir að hann kom inn á var hann búinn að jafna metin. Stuttu síðar kom Andri Hodi inn á fyrir Kristófer Jónsson.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og 2-2 jafntefli staðreynd.
Strákarnir mæta U19 ára liði Færeyja á sunnudaginn og hefst sá leikur kl. 14:00 að íslenskum tíma.
Byrjunarliðið
Pálmi Rafn Arinbjörnsson (M)
Jakob Franz Pálsson
Kári Daníel Alexandersson
Þorsteinn Aron Antonsson
Dagur Þór Hafþórsson
Kristófer Jónsson
Logi Hrafn Róbertsson
Óli Valur Ómarsson
Danijel Dejan Djuric
Kjartan Kári Halldórsson
Orri Steinn Óskarsson