Þórður hættir með U19 kvenna
KSÍ og Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hafa komist að samkomulagi um starfslok hans með U19 liðið.
Þórður hefur stýrt U19 liði kvenna við góðan orðstír í 46 leikjum frá árinu 2015. U19 kvenna æfir dagana 7.-10. júní á Selfossi og hafa 22 leikmenn frá 12 félögum verið boðaðir til æfinganna, sem eru hluti af undirbúningi fyrir undankeppni EM 22/23 sem hefst í haust. Þórður mun stýra æfingunum og ljúka störfum í lok júnímánaðar.
KSÍ óskar Þórði alls hins besta og velfarnaðar í næstu verkefnum.