• fös. 28. maí 2021

2253. fundur stjórnar KSÍ - 24. maí 2021

2253. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 20. maí 2021 og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram á skrifstofum KSÍ á Laugardalsvelli.

Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Magnús Gylfason, Orri Hlöðversson, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.

Mættir varamenn: Þóroddur Hjaltalín og Jóhann K. Torfason.

Mættir landshlutafulltrúar: Jakob Skúlason (VL), Bjarni Ólafur Birkisson (AL) og Björn Friðþjófsson (NL).

Stefán Sveinn Gunnarsson sviðsstjóri markaðssviðs tók sæti á fundinum undir dagskrárlið 5.3.

Fjarverandi: Ingi Sigurðsson, Guðjón Bjarni Hálfdánarson (varamaður í stjórn) og Tómas Þóroddsson (landshlutafulltrúi SL).

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.

1.1 Fundargerð síðasta stjórnarfundar var samþykkt á milli funda á rafrænan hátt af öllum stjórnarmönnum sambandsins.

2. Fundargerðir nefnda og starfshópa voru lagðar fram til kynningar.

2.1 Mótanefnd 7. maí 2021

2.2 Mótanefnd 10. maí 2021

2.3 Dómaranefnd 26. apríl 2021

2.4 Fjárhagsnefnd 19. maí 2021

3. Skipan í nefndir og starfshópa.

3.1 Stjórn KSÍ samþykkti skipan í nefndir til eins árs:

Rekstrarstjórn Laugardalsvallar

  • Guðni Bergsson, formaður
  • Bryndís Einarsdóttir
  • Klara Bjartmarz
  • Kristinn V. Jóhannsson
  • Óskar Örn Guðbrandsson
  • Borghildur Sigurðardóttir, til vara
  • Birkir Sveinsson, til vara
  • Sigurður Sveinn Þórðarson, til vara
  • Ingi Sigurðsson, til vara
  • Ragnhildur Skúladóttir, til vara

Dómaranefnd

  • Þóroddur Hjaltalín, formaður
  • Bragi Bergmann
  • Bryndís Sigurðardóttir
  • Frosti Viðar Gunnarsson
  • Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
  • Ingi Sigurðsson
  • Íris Björk Eysteinsdóttir

Fjárhags- og endurskoðunarnefnd

  • Borghildur Sigurðardóttir, formaður
  • Ingi Sigurðsson
  • Magnús Gylfason
  • Valgeir Sigurðsson

Fræðslu- og útbreiðslunefnd

  • Ragnhildur Skúladóttir, formaður
  • Guðni Kjartansson
  • Gunnar Már Guðmundsson
  • Helga Helgadóttir
  • Sigurður Þórir Þorsteinsson
  • Örn Ólafsson

Starfshópur um útbreiðslumál

  • Þorsteinn Gunnarsson, formaður
  • Bjarni Ólafur Birkisson
  • Björn Friðþjófsson
  • Jakob Skúlason
  • Petra Lind Einarsdóttir
  • Sigríður Baxter
  • Tómas Þóroddsson

Laga- og leikreglnanefnd

  • Gísli Gíslason, formaður
  • Guðjón Bjarni Hálfdánarson
  • Guðmundur H. Pétursson
  • Kolbrún Arnardóttir

Landsliðsnefnd karla

  • Magnús Gylfason, formaður
  • Ásgeir Ásgeirsson
  • Birkir Kristinsson
  • Haraldur Haraldsson

Landsliðsnefnd kvenna (A og U21)

  • Borghildur Sigurðardóttir, formaður
  • Hildur Jóna Þorsteinsdóttir
  • Margrét Ákadóttir
  • Ragnhildur Skúladóttir
  • Þorsteinn Gunnarsson

Landsliðsnefnd U21 karla

  • Gísli Gíslason, formaður
  • Borghildur Sigurðardóttir
  • Gunnar Oddsson
  • Ólafur Páll Snorrason
  • Sigurður Örn Jónsson

Unglinganefnd KSÍ (karla og kvenna)

  • Ragnhildur Skúladóttir, formaður
  • Guðjón Bjarni Hálfdánarson
  • Harpa Frímannsdóttir
  • Jakob Skúlason
  • Jóhann Torfason
  • Jónas Gestur Jónasson
  • Marteinn Ægisson
  • Mist Rúnarsdóttir
  • Pálmi Haraldsson
  • Pétur Ólafsson
  • Sigurður Hliðar Rúnarsson
  • Sunna Sigurðardóttir
  • Tómas Þoroddsson
  • Viggó Magnússon

Mannvirkjanefnd

  • Ingi Sigurðsson, formaður
  • Bjarni Þór Hannesson
  • Inga Rut Hjaltadóttir
  • Jón Runólfsson
  • Kristján Ásgeirsson
  • Margrét Leifsdóttir
  • Viggó Magnússon
  • Þorbergur Karlsson

Mótanefnd

  • Valgeir Sigurðsson, formaður
  • Ásgeir Ásgeirsson
  • Björn Friðþjófsson
  • Harpa Þorsteinsdóttir
  • Linda Hlín Þórðardóttir
  • Sveinbjörn Másson
  • Vignir Már Þormóðsson
  • Þórarinn Gunnarsson

Samninga- og félagaskiptanefnd

  • Ásgeir Ásgeirsson, formaður
  • Gísli Guðni Hall
  • Guðný P Þórðardóttir
  • Unnar Steinn Bjarndal, til vara
  • Ragnar Baldursson, til vara
  • Tanja Tómasdóttir, til vara

Heilbrigðisnefnd

  • Reynir Björn Björnsson, formaður
  • Ásta Árnadóttir
  • Haukur Björnsson
  • Róbert Magnússon

3.2 Stjórn KSÍ fagnar áfangasigri varðandi samþykkt stjórnar frá 12. febrúar 2020 um að hlutfall kvenna í stjórnum og nefndum KSÍ verði a.m.k. 30% innan tveggja ára. Með samþykkt stjórnar um skipan nefnda er hlutfall kvenna í nefndum nú orðið rúm 30%.

3.3 Stjórn staðfesti skipan í starfshópa um deildakeppni.

Starfshópur um deildakeppni kvenna og bikarkeppni kvenna:

  • Harpa Þorsteinsdóttir, formaður
  • Harpa Frímannsdóttir
  • Linda Hlín Þórðardóttir
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
  • Ragnhildur Skúladóttir
  • Þorsteinn H. Halldórsson

Starfshópur um Lengjudeild karla:

  • Vignir Már Þormóðsson, formaður
  • Ásgrímur Helgi Einarsson
  • Daníel Geir Moritz
  • Gestur Örn Arason
  • Sölvi Snær Magnússon

Starfshópur um neðri deildir karla:

  • Björn Friðþjófsson, formaður
  • Bjarni Ólafur Birkisson
  • Gísli Aðalsteinsson
  • Guðjón Bjarni Hálfdánarson
  • Ingi Sigurðsson
  • Marteinn Ægisson
  • Magnús Þór Jónsson
  • Ómar Bragi Stefánsson

4. Dagskrárlið 4 (reglugerðarbreytingar) var frestað.

5. Fjármál og markaðsmál

5.1 Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og eftirlitsnefndar og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynntu 3ja mánaða uppgjör sambandsins. Allir rekstrarliðir eru undir eða á áætlun.

5.2 Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og eftirlitsnefndar og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynntu uppfærðar reglur um samþykkt kostnaðar og innkaup. Stjórn samþykkti reglurnar.

5.3 Stefán Sveinn Gunnarsson sviðsstjóri markaðssviðs tók sæti á fundinum og fór yfir markaðsmál sambandsins með stjórn. Stjórn þakkaði Stefáni fyrir góða og áhugaverða kynningu.

Stefán Sveinn Gunnarsson vék af fundi.

6. Mótamál.

6.1 Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir stöðuna í mótamálum. Tveimur leikjum í deildarkeppni hefur verið frestað vegna Covid-19. Rætt um aðstöðumál KA og heimavallarmál félagsins sem er áhyggjuefni. Rætt um leikdaga í Pepsi Max deild karla í júlí og leiki í Evrópukeppnum en ef félögin lenda í heimkomusóttkví eftir útileiki er mótið verulega aðþrengt.

7. Dómaramál

7.1 Formaður KSÍ Guðni Bergsson og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri greindu frá samningi KSÍ við Félag deildadómara (FDD) og ferlinu við samningagerðina. Samningurinn gildir til næstu áramóta og þarf að nýta árið til að rýna málið til framtíðar.

8. Mannvirkjamál

8.1. Yfir 40 umsóknir vegna fjölbreyttra verkefna hafa borist í mannvirkjasjóð KSÍ 2021, verið er að kalla eftir frekari upplýsingum frá nokkrum félögum. Málið fer síðan í ferli til mannvirkjanefndar og verða umsóknir metnar með hliðsjón af skorkorti nefndarinnar.

9. Rætt um landsliðsmál

9.1 Borghildur Sigurðardóttir formaður landsliðsnefndar kvenna fór yfir komandi verkefni, sem eru vináttuleikir gegn Írlandi á heimavelli í byrjun júní.

9.2 Magnús Gylfason formaður landsliðsnefndar karla fór yfir komandi verkefni A karla, en framundan eru þrír vináttuleikir, gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi.

9.3 Gísli Gíslason formaður landsliðsnefndar U21 fór yfir málefni U21 karla. Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins. Liðið kemur saman hér á landi í júní til æfinga.

9.4 Rætt um Norðurlandamót U16 kvenna sem fyrirhugað er í júlí. Staðan er óviss vegna Covid. Rætt um vináttuleiki U19 karla sem fyrirhugaðir eru í byrjun í júní í Færeyjum.

10. Önnur mál

10.1 Mættir landshlutafulltrúar gáfu skýrslu um stöðu mála í sínum fjórðungum (VL, NL og AL). Aðstöðumál voru landshlutafulltrúum ofarlega í huga. Rætt um það hversu miklu góð aðstaða getur breytt eins og til dæmis nýi gervigrasvöllurinn á Dalvík sem hefur líklega haft sitt að segja í fjölgun iðkenda og blómlegu starfi.

10.2 Þorsteinn Gunnarsson upplýsti stjórn um stöðu mannvirkjamála í Grindavík en þar er í skoðun að setja gervigras á aðalvöllinn. Einnig er verið að setja upp gervigras við Reykjaneshöllina og verður hann væntanlega tilbúinn í haust. Þá fór Þorsteinn yfir uppbyggingu á félagssvæðum Þróttar og KR sem er framundan.

10.3 Guðni Bergsson formaður upplýsti stjórn um fréttir af nýjum þjóðarleikvangi. Til umræðu kom fyrirhugaður aðalfundur Þjóðarleikvangs ehf.

***

Framhaldsbókun varðandi umræðu á stjórnarfundi um nýjan þjóðarleikvang:

Á aðalfundi Þjóðarleikvangs efh. 25. maí 2021 óskaði Guðni Bergsson formaður KSÍ svohljóðandi bókun f.h. KSÍ:

KSÍ skorar á aðaleigendur Þjóðarleikvangs ehf, Reykjavíkurborg og fagráðuneyti f.h. ríkisstjórnar landsins, að koma sér saman um uppbyggingu nýs þjóðarleikvangs. Áðurnefndir hagaðilar og hluthafar hafa ásamt KSÍ greint og rýnt valkostina undanfarin 6 ár með ítarlegri vinnu og greiningu færustu alþjóðlegu sérfræðinga á þessu sviði. Það er einfaldlega tímabært að taka ákvörðun í þessu máli og fyrir stjórnvöld að taka nauðsynlega ábyrgð á uppbyggingu mannvirkja svo að íþróttalíf okkar, sem hefur gefið samfélaginu svo mikið, dragist ekki langt aftur úr öðrum þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Nú er svo komið að bágborin aðstaða takmarkar möguleika okkar á að ná árangri þar sem að við getum ekki leikið heimaleiki okkar að vetri til í byrjun og lok riðlakeppna stórmóta. Nýr endurbættur þjóðarleikvangur mun einnig gefa okkur tækifæri á að spila leiki hér á landi á HM kvenna 2027, sem Norðurlöndin ætla sér að sækja um á næsta ári.

Með rafrænum samskiptum eftir stjórnarfund lýsti stjórn KSÍ yfir stuðningi sínum við bókun formanns.

***

10.4 Jakob Skúlason landshlutafulltrúi vesturlands var heiðraður með gullmerki ÍSÍ á 99. sambandsþingi UMSB sem fram fór 4. mars síðastliðinn fyrir störf sín í þágu knattspyrnunnar. Við sama tilefni fékk Jakob gullmerki UMSB.

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 18:23.