• þri. 25. maí 2021
  • eFótbolti

Ísland úr leik í undankeppni FIFA eNations Cup

Íslenska landsliðið í efótbolta hefur lokið leik í undankeppni FIFA eNations Cup, en liðið endaði í neðsta sæti síns riðils.

Ásamt Íslandi voru England, Pólland, Ísrael, Belgía, Króatía og Eistland í riðlinum. Liðið endaði með 2 stig í neðsta sæti síns riðils, en stigin komu gegn Króatíu og Eistlandi.

Ísrael, England, Pólland og Belgía fóru áfram úr riðlinum, en það var Ísrael sem endaði á toppi hans.