• fös. 21. maí 2021
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla mætir Færeyjum tvisvar í júní

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U19 karla mætir U19 og U21 ára liðum Færeyja í tveimur vináttuleikjum í júní.

Liðið mætir U21 ára liði Færeyja 3. júní og hefst sá leikur kl. 16:30 að íslenskum tíma. U19 ára lið þjóðanna mætast svo 6. júní og hefst sá leikur kl. 14:00 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir fara fram í Svangaskarði. Leikirnir verða fyrstu leikir liðsins undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar.

U19 karla hefur mætt U19 ára liði Færeyja 22 sinnum. Ísland hefur unnið 17 leiki, þrír hafa endað með jafntefli og tvisvar hafa Færeyjar unnið. Liðin mættust síðast í þessum aldursflokki 14. nóvember 2017 í undankeppni EM 2018. Ísland vann þann leik 2-1 og voru það Kristófer Ingi Kristinsson og Stefan Alexander Ljubicic sem skoruðu mörk liðsins í leiknum.

Hér að neðan má sjá hóp Íslands fyrir leikina tvo.

Hópurinn

Orri Steinn Óskarsson | FC Köbenhavn

Danijel Dejan Djuric | FC Midtjylland

Dagur Þór Hafþórsson | FH

Logi Hrafn Róbertsson | FH

Úlfur Ágúst Björnsson | FH

Hilmir Rafn Mikaelsson | Fjölnir

Lúkas Logi Heimisson | Fjölnir

Óskar Borgþórsson | Fylkir

Þorsteinn Aron Antonsson | Fulham

Kjartan Kári Halldórsson | Grótta

Kári Daníel Alexandersson | Grótta

Ólafur Örn Ásgeirsson | HK

Guðmundur Tyrfingsson | ÍA

Andi Hoti | Þróttur R.

Jón Vignir Pétursson | Selfoss

Ísak Andri Sigurgeirsson | Stjarnan

Óli Valur Ómarsson | Stjarnan

Kristófer Jónsson | Valur

Jakob Franz Pálsson | Venezia

Pálmi Rafn Arinbjörnsson | Wolves