• fös. 21. maí 2021

Fulltrúar KSÍ sitja 71. þing FIFA

Sjötugasta og fyrsta þing FIFA fer fram í dag frá höfuðstöðvum sambandsins í Zurich, Sviss.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sitja fundinn fyrir hönd KSÍ. Í ár fer fundurinn fram rafrænt í ljósi stöðunnar í heiminum vegna COVID-19.

Meðal umfjöllunarefna á þinginu eru regluverk HM karla 2022, dagsetningar leikja á HM kvenna 2023 og í umspilskeppni undankeppni HM kvenna 2023.

Hægt er að lesa meira um þingið á vef FIFA.

Vefur FIFA