• fim. 20. maí 2021
  • eFótbolti

Undankeppni FIFAe Nations Cup fer af stað í dag

Íslenska landsliðið í eFótbolta hefur leik í dag í FIFAe Nations Series 2021, en 60 þjóðir taka þátt í keppninni.

Aron Þormar Lárusson og Bjarki Már Sigurðsson leika fyrir Íslands hönd í þessari keppni. Ísland er í riðli með Englandi, Póllandi, Eistlandi, Belgíu, Ísrael og Króatíu í undankeppninni og mætir liðið Eistlandi í fyrsta leik. Fjögur lið komast upp úr riðlinum í næstu umferð sem fer fram dagana 21. og 22. maí. 

Strákarnir hafa leikið vináttuleiki undanfarna daga í undirbúningi sínum fyrir undankeppnina og staðið sig vel. Þeir hafa mætt Finnlandi, Eistlandi, Lúxemborg og Rússlandi og staðið sig vel.

Leikir Arons Þormars

Ísland - Finnland 3-1

Ísland - Finnland 4-1

Ísland - Eistland 6-1

Ísland - Lúxemborg 2-4

Ísland - Lúxemborg 1-0

Ísland - Rússland 4-2

Ísland - Rússland 3-0

Leikir Bjarka Más

Ísland - Finnland 0-5

Ísland - Eistland 4-1

Ísland - Lúxemborg 1-3

Ísland - Lúxemborg 3-2

Ísland - Rússland 3-4

Ísland - Rússland 5-4

Allir leikirnir verða í beinni útsendingu á Twitch síðu KSÍ og á Stöð 2 eSport.

Twitch síða KSÍ

Leikskipulag fimmtudags

Ísland - Eistland kl. 15:00

Ísland - England kl. 16:00

Ísland - Króatía kl. 17:00

Ísland - Belgía kl. 18:00

Leikskipulag föstudags

Ísland - Pólland kl. 15:00

Ísland - Ísrael kl. 17:00

Lokakeppni mótsins fer fram í Kaupmannahöfn dagana 20.-22. ágúst, en 24 þjóðir munu taka þátt í lokakeppninni, Danir sem gestgjafar ásamt 23 liðum sem vinna sér inn sæti í undankeppninni.