Starfsnemar úr Íþróttafræði HR hjá KSÍ
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Armandas Leskys og Frans Wöhler, sem báðir nema íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík, hafa verið í starfsnámi hjá KSÍ síðustu vikur og komið að ýmsum verkefnum, auk þess að fá kynningar frá starfsfólki á starfsemi deilda og sviða innan KSÍ. Meginverkefni starfsnemanna var að uppfæra þjálfaralista hjá félögum í Pepsi Max deildum og Lengjudeildum, en að auki hafa þeir m.a. hjálpað til á æfingum yngri landsliða, aðstoðað vallarstarfsmenn á Laugardalsvelli, aðstoðað fræðslustjóra og annað starfsfólk, og ýmislegt annað.
Armandas Leskys nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og þjálfar einnig 5. flokk karla í knattspyrnu hjá Þrótti Reykjavík.
Frans Wöhler nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík, auk þess sem hann þjálfar 4. og 5. flokk karla knattspyrnu hjá Aftureldingu sem og Hvíta Riddarann sem leikur í 4. deild karla þetta tímabilið.